Innlent

Jón Gnarr er ekki dularfulli geimfarinn

Kampakátir félagar.
Kampakátir félagar. MYND/DAGBÓK BORGARSTJÓRA
Jón Gnarr setti mynd af sér með geimfaranum dularfulla inn á dagbók borgarstjóra í gær. Með því að láta mynda sig með geimfaranum tók Jón af allan vafa um að hann væri maðurinn í geimfarabúningum, en marga grunaði að svo væri.  Uppátækið þykir mjög í anda borgarstjórans þar sem hann hefur látið sjá sig í hinum og þessum búningum við hin ýmsu tækifæri upp á síðkastið.

Ýmsar getgátur hafa verið á lofti síðustu daga um hver dularfulli geimfarinn sé, en hann vill ekki gefa upp neinar upplýsingar um það.


Tengdar fréttir

Dularfullur geimfari og litrík mótmæli

Áætlað er að á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð mótmælendur hafi verið fyrir framan rússneska sendiráðið í dag þar sem nýlegum lögum í Rússlandi var mótmælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×