Eru skapandi greinar réttlausar? Ari Edwald skrifar 26. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skapandi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efnahagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem byggingariðnaðar og landbúnaðar. Ársstörf talin um tíu þúsund. Þessi kortlagning er þó aðeins að reyna að meta efnahagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda framleiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starfsemi sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyldur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýðingar, hljóðsetningu, vernd ungmenna o.s.frv.Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélagslegir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveitum er greitt fyrir þjónustu sem er ólögleg hér á landi og sem stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundarréttarvörðum hugverkum og ólögleg dreifing á þeim, sé um þessar mundir umfangsmesti vettvangur efnahagsbrota í íslensku samfélagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi, ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsivörsluaðila er skandall.Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, þótti ekki tiltökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæðari í dag en áður var með tölvuhugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á talsettum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköpunarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef framleiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköpunarverkunum án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun