Innlent

Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fulltrúar frá samtökunum Hjartað í Vatnsmýri afhentu Jóni Gnarr borgarstjóra, Elsu H. Yeoman og Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúum, 69.000 undirskriftir.
Fulltrúar frá samtökunum Hjartað í Vatnsmýri afhentu Jóni Gnarr borgarstjóra, Elsu H. Yeoman og Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúum, 69.000 undirskriftir. Mynd/GVA
Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að um fjölmennustu áskorun til stjórnvalda frá upphafi sé að ræða, en rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir á vefnum lending.is og á undirskriftalistum um land allt.

„Við erum afskaplega ánægðir og þakklátir fyrir þann stuðning sem þetta verkefni hefur fengið. Við urðum strax varir við það þegar auglýsingar um nýtt skipulag komu fram, að fólk hafði gríðarlegar áhyggjur af því hvað það myndi þýða ef loka ætti þessari mikilvægu samgöngumiðstöð innan þriggja ára,“ segir Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri.  

Í kjölfarið settu samtökin af stað undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.

"Við vitum að það er mikill fjöldi fólks, sem ekki hafa skrifað undir, sem hefði gert það ef við hefðum safnað þessu markvisst með undirskriftarlistum, en þetta er grasrótarhreyfing og við ákváðum að stofna ekki til mikils kostnaðar," segir Friðrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×