Innlent

Aftur stefnt í eitt skattþrep

Þorgils Jónsson skrifar
Frá árinu 2009 hafa skattþrepin verið þrjú. Ríkisstjórnin stefnir að því að einfalda kerfið með því að hverfa aftur til eins skattþreps.
Frá árinu 2009 hafa skattþrepin verið þrjú. Ríkisstjórnin stefnir að því að einfalda kerfið með því að hverfa aftur til eins skattþreps.
Ríkisstjórnin stefnir að því að fyrir lok kjörtímabilsins verði búið að fækka skattþrepum úr þremur í eitt. Þetta kemur fram í þeim kafla fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að stefnu og horfum í ríkisfjármálum.

Þar segir að með tekjuskattslækkun fyrir miðjuþrepið í skattkerfinu séu stigin fyrstu skrefin til skattalækkana.

Þar segir jafnframt: „Stefnt er að því að draga enn frekar úr bilinu milli lægstu skattþrepanna á kjörtímabilinu og að endingu að fella þau saman í eitt þrep.“

Þetta muni einfalda skattkerfið, bæta skilvirkni þess og auka ráðstöfunartekjur almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×