Jón Arnór Stefánsson náði flottum tímamótum í sigri í Rúmeníu á dögunum þegar hann varð aðeins þriðji íslenski landsliðsmaðurinn sem nær því að skora fimm hundruð stig í Evrópukeppni.
Jón Arnór verður í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni í kvöld þegar Ísland tekur á móti Búlgaríu í undankeppni EM 2015. Með sigri lifir von Íslands um að vinna riðilinn góðu lífi. Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Jón Arnór skoraði fimmhundraðasta stigið sitt í 72-64 sigur í Rúmeníu í síðustu viku en hann skoraði alls 10 stig í leiknum. Jón Arnór fór yfir 500 stiga múrinn þegar hann skellti niður þriggja stiga körfu í lok fyrri hálfleiks.
Jón Arnór fór um leið upp fyrir Herbert Arnarson sem skoraði nákvæmlega 500 stig í 48 Evrópuleikjum frá 1993 til 2001.
Jón Arnór hefur nú skorað 503 stig í 36 leikjum í Evrópukeppni eða 14,0 stig að meðaltali í leik.
Jóni Arnóri vantar enn 73 stig til að ná Guðmundi Bragasyni sem skoraði 576 stig í sínum 45 leikjum í undankeppni Evrópumótsins.
Jón Arnór kominn með 500 stig í Evrópukeppni

Tengdar fréttir

Utan vallar: Nú á körfuboltafólk að mæta í höllina
Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins.

Lengi dreymt um fulla Höll
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila í kvöld einn stærsta leikinn í sögu landsliðsins þegar Búlgarar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Með sigri lifir EM-von Íslands góðu lífi.