Utan vallar: Nú á körfuboltafólk að mæta í höllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 08:00 Haukur Helgi. Ein af ungum stjörnum íslenska liðsins. Fréttablaðið/Daníel Fréttablaðið/Daníel Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins. Eins og landsliðið hjálpar handboltanum er ekki sömu sögu að segja um körfuboltann. Landsleikirnir eru oftast ekki nógu vel sóttir og er örugglega hægt að nefna ástæður eins og að leikirnir fara fram utan keppnistímabilsins og möguleikar íslenska liðsins til afreka í flestum þessara leikja eru ekki voðalega miklir. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvort umrætt íslenskt körfuboltaáhugafólk sýni samtakamátt í kvöld þegar íslenska landsliðið fær sannkallaðan úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Handboltaáhugafólk hefur margoft troðfyllt Höllina á síðustu árum en við eigum enn eftir að sjá fullt hús í mikilvægum landsleik í körfunni. Nú er aftur á móti full ástæða til þess að fylla Höllina og hjálpa íslenska landsliðinu að stíga stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Strákarnir í liðinu hafa án nokkurs vafa unnið sér inn stuðninginn með frammistöðu sinni á þessu ári og fyrir utan smá slys í Búlgaríu á dögunum hefur íslenska liðið heillað þá sem á horfa með kappsemi, leikgleði og samvinnu. Hver vill núna missa af því að sjá kappa eins og Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson á hátindi ferils síns spila fyrir fyrstu alvöru möguleika Íslands á að komast á EM? Ég ætla ekki að missa af þessu og treysti á að allt alvöru körfuboltaáhugafólk láti sig heldur ekki vanta í Höllina í kvöld. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins. Eins og landsliðið hjálpar handboltanum er ekki sömu sögu að segja um körfuboltann. Landsleikirnir eru oftast ekki nógu vel sóttir og er örugglega hægt að nefna ástæður eins og að leikirnir fara fram utan keppnistímabilsins og möguleikar íslenska liðsins til afreka í flestum þessara leikja eru ekki voðalega miklir. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvort umrætt íslenskt körfuboltaáhugafólk sýni samtakamátt í kvöld þegar íslenska landsliðið fær sannkallaðan úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Handboltaáhugafólk hefur margoft troðfyllt Höllina á síðustu árum en við eigum enn eftir að sjá fullt hús í mikilvægum landsleik í körfunni. Nú er aftur á móti full ástæða til þess að fylla Höllina og hjálpa íslenska landsliðinu að stíga stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Strákarnir í liðinu hafa án nokkurs vafa unnið sér inn stuðninginn með frammistöðu sinni á þessu ári og fyrir utan smá slys í Búlgaríu á dögunum hefur íslenska liðið heillað þá sem á horfa með kappsemi, leikgleði og samvinnu. Hver vill núna missa af því að sjá kappa eins og Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson á hátindi ferils síns spila fyrir fyrstu alvöru möguleika Íslands á að komast á EM? Ég ætla ekki að missa af þessu og treysti á að allt alvöru körfuboltaáhugafólk láti sig heldur ekki vanta í Höllina í kvöld.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum