Ekki hægt að sakast við Árna Pál Helga Arnardóttir skrifar 30. apríl 2013 19:06 Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira