Eykon kynnir olíufélög í þriðja leyfið á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2013 19:07 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy ehf., fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit, að mati Orkustofnunar, og var frestur veittur til 1. maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi nú tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. „Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. „En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Guðni segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi Norðmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. „Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni. Tengdar fréttir Drekaleyfin tvö talin marka skýr kaflaskil Orkustofnun gaf í gær út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu við Jan Mayen. Þetta eru fyrstu leyfin af þessari gerð og marka tímamót að mati atvinnuvegaráðherra. Norsk stjórnvöld taka þátt í verkefnunum. 5. janúar 2013 08:00 Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2. apríl 2012 14:54 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Þriðja olíuleitarleyfið á Drekasvæðinu er komið í formlegt ferli hjá Orkustofnun eftir að Eykon Energy tilkynnti að það væri komið með viljayfirlýsingu frá erlendum olíufélögum um samstarf. Þegar fyrstu sérleyfunum til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu var úthlutað í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins fengu bara tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy ehf., fór í bið þar til fyrirtækinu hefði tekist að afla sér samstarfsaðila með nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast olíuleit, að mati Orkustofnunar, og var frestur veittur til 1. maí. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Eykon hafi nú tilkynnt Orkustofnun að félagið sé komið með viljayfirlýsingu frá hugsanlegum samstarfsaðilum, sem gætu uppfyllt skilyrðin. „Það þýðir að við munum nú setja þetta mál í ferli," segir Guðni. Að félaginu Eykon Energy ehf. standa meðal annarra Heiðar Már Guðjónsson, Gunnlaugur Jónsson og Norðmaðurinn Terje Hagevang. Nöfn samstarfsaðila Eykons eru ekki gefin upp að sinni en orkumálastjóri segist sjá augljósa möguleika á að þeir hafi styrk til að uppfylla öll skilyrði. Hann kveðst ekki vilja svara því hvort þetta séu stór og þekkt fyrirtæki í olíugeiranum. „En auðvitað eru þetta fyrirtæki sem við teljum líkleg til að uppfylla skilyrðin." Guðni segir þetta sýna að Drekasvæðið sé komið á kortið í olíuheiminum, það sé áhugi á svæðinu til framtíðar. Miðað við fyrri reynslu segir orkumálastjóri að liðið geti tíu mánuðir þar til þriðja leyfið verði gefið út. Gefa þurfi Norðmönnum tækifæri til að koma inn í leyfið með sama hætti og þegar norska ríkisolíufélagið Petoro kom inn í hin leyfin. „Þannig að það er töluvert ferli framundan áður en þetta er allt klárt," segir Guðni.
Tengdar fréttir Drekaleyfin tvö talin marka skýr kaflaskil Orkustofnun gaf í gær út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu við Jan Mayen. Þetta eru fyrstu leyfin af þessari gerð og marka tímamót að mati atvinnuvegaráðherra. Norsk stjórnvöld taka þátt í verkefnunum. 5. janúar 2013 08:00 Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2. apríl 2012 14:54 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Drekaleyfin tvö talin marka skýr kaflaskil Orkustofnun gaf í gær út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu við Jan Mayen. Þetta eru fyrstu leyfin af þessari gerð og marka tímamót að mati atvinnuvegaráðherra. Norsk stjórnvöld taka þátt í verkefnunum. 5. janúar 2013 08:00
Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2. apríl 2012 14:54
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19