Samfylkingin og Vinstri grænir eru með jafn marga þingmenn þegar tæplega 31 þúsund atkvæði hafa verið talin og það er óhætt að segja að Samfylkingin er að gjalda afhroð á meðan Vinstri grænir eru að vinna tiltölulega frækinn varnarsigur miðað við lágt gengi í könnunum undanfarnar vikur. Samfylkingin er með 13 prósent fylgi á meðan VG er með 11,1 prósent.
„Fyrir minn flokk eru þetta hamfarir,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í viðtali við RÚV á kosningavöku Samfylkingarinnar þegar hann fór yfir stöðu mála.
Framsóknarflokkurinn stefnir í að vinna stærsta kosningasigur flokksins í áratugi. Flokkurinn er með 22,3 prósent og 17 þingmenn. Þeir eru þó ögn minnir en
Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur sveiflast verulega til í skoðanakönnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,8% og nítján sæti.
Björt Framtíð fær fimm menn kjörna á þing. Píratar koma einnig á óvart, en þeir ná fjórum þingmönnum.
Innlent