Skoðun

Skaðaminnkun er mannréttindamál

Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar
Dögun finnst mikilvægt að mannréttindi séu virt og ekki síður mannréttindi fíkniefnaneytenda. Við viljum nálgast fíkniefnavandann sem heilbrigðismál með skaðaminnkun að leiðarljósi. Skaðaminnkun snýst um að takmarka það tjón sem fíklar valda sjálfum sér og öðrum í samfélaginu. Gott dæmi um skaðaminnkun er að láta mann sem drekkur úr brotnu glasi hafa heilt glas.

Dögun vill veita fíkniefnaneytendum sem sprauta sig í æð aðgengi að svokölluðu neyslurými. Þar gætu þeir sprautað sig undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks og notið almennrar heilsugæslu og aðhlynningar. Það yrði ávinningur af því að fíklar fengju heilbrigðisþjónustu á slíkum stað, t.d. lyf við sýkingum.

Það hefur sýnt sig og sannað erlendis að aðstaða til neyslu fíkniefna kemur í veg fyrir smit og dreifingu alvarlegra sjúkdóma. Við í Dögun viljum ekki útvega efnin – við viljum hins vegar draga úr skaða af völdum neyslunnar. Þess vegna mun slík þjónusta við fíkniefnaneytendur minnka álag og kostnað innan heilbrigðiskerfisins til lengri tíma litið.

Mannréttindi og mannúð leiða til heilbrigðara samfélags – afglæpavæðum fíkniefnaneytendur og aukum lífsgæði einstaklinga.

X-T




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×