Evrópubúar óttast fordæmið frá Kýpur Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. mars 2013 07:00 Almenningur hefur harðlega mótmælt áformum um skatt á bankainnistæður. fréttablaðið/AP Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusambandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sambandsins. Bæði evran og verðbréf á mörkuðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af samanlagðri stærð hagkerfa allra evruríkjanna 17. „Skaðinn er skeður," segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíðunni coopercity.co.uk. „Evrópubúar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönkunum." Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpurstjórn 15,8 milljarða evra, eða ríflega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpurstjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjármagna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skilmálum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri innistæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópusambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðalatriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusambandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sambandsins. Bæði evran og verðbréf á mörkuðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af samanlagðri stærð hagkerfa allra evruríkjanna 17. „Skaðinn er skeður," segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíðunni coopercity.co.uk. „Evrópubúar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönkunum." Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpurstjórn 15,8 milljarða evra, eða ríflega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpurstjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjármagna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skilmálum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri innistæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópusambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðalatriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira