Evrópubúar óttast fordæmið frá Kýpur Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. mars 2013 07:00 Almenningur hefur harðlega mótmælt áformum um skatt á bankainnistæður. fréttablaðið/AP Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusambandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sambandsins. Bæði evran og verðbréf á mörkuðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af samanlagðri stærð hagkerfa allra evruríkjanna 17. „Skaðinn er skeður," segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíðunni coopercity.co.uk. „Evrópubúar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönkunum." Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpurstjórn 15,8 milljarða evra, eða ríflega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpurstjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjármagna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skilmálum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri innistæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópusambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðalatriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusambandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sambandsins. Bæði evran og verðbréf á mörkuðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af samanlagðri stærð hagkerfa allra evruríkjanna 17. „Skaðinn er skeður," segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíðunni coopercity.co.uk. „Evrópubúar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönkunum." Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpurstjórn 15,8 milljarða evra, eða ríflega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpurstjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjármagna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skilmálum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri innistæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópusambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðalatriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira