Þrír starfsmenn Arion í leyfi vegna ákæra Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2013 16:08 Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, er farin í leyfi eftir að sérstakur saksóknari gaf út ákæru. Þrír af þeim níu, sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur vegna Kaupþingsmálsins, starfa enn hjá Arion banka. Þeir hafa verið sendir í leyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Einn þessara manna er Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Allir þessi starfsmenn hafa farið í leyfi frá störfum sínum fyrir bankann. Eins og fram hefur komið í dag voru níu manns ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Helstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru á meðal hinna ákærðu.Uppfært: 19:20Hér fyrir neðan má sjá þá níu fyrrum starfsmenn Kaupþings sem hafa verið ákærðir.Sigurður Einarsson, stjórnarformaðurHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri samstæðu KaupþingsIngólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á ÍslandiMagnús Guðmundsson, yfirmaður Kaupþings í LúxemborgBjarki Diego, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankansBjörk Þórarinsdóttir, sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviðiEinar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskiptaBirnir Sær Björnsson, verðbréfasali eigin viðskiptaPétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali eigin viðskipta Ásamt Björk, hafa þeir Birnir Sær og Pétur Kristinn verið sendir í leyfi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Þrír af þeim níu, sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur vegna Kaupþingsmálsins, starfa enn hjá Arion banka. Þeir hafa verið sendir í leyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Einn þessara manna er Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Allir þessi starfsmenn hafa farið í leyfi frá störfum sínum fyrir bankann. Eins og fram hefur komið í dag voru níu manns ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Helstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru á meðal hinna ákærðu.Uppfært: 19:20Hér fyrir neðan má sjá þá níu fyrrum starfsmenn Kaupþings sem hafa verið ákærðir.Sigurður Einarsson, stjórnarformaðurHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri samstæðu KaupþingsIngólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á ÍslandiMagnús Guðmundsson, yfirmaður Kaupþings í LúxemborgBjarki Diego, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankansBjörk Þórarinsdóttir, sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviðiEinar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskiptaBirnir Sær Björnsson, verðbréfasali eigin viðskiptaPétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali eigin viðskipta Ásamt Björk, hafa þeir Birnir Sær og Pétur Kristinn verið sendir í leyfi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira