Innlent

Jóhanna sátt við Simpsons

Jóhönnu bregður fyrir í þættinum, sem gerist að stórum hluta á Íslandi.
Jóhönnu bregður fyrir í þættinum, sem gerist að stórum hluta á Íslandi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Simpson-þátturinn sem tileinkaður var Íslandi og sýndur var um helgina hafi örugglega verið góð landkynning.

„Þetta er uppáhaldsþáttur fólks á öllum aldri um víða veröld,“ segir Jóhanna. Hún segir það sannarlega hafa verið óvænt og skemmtilegt að enda sem persóna í Simpson-þætti og hún er sátt við teikninguna af sér.

„Miðað við karaktera í þessum vinsæla þætti þá er þetta flott hjá þeim,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×