Síminn hjá Heiðari hefur ekki hringt enn þá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 07:30 Heiðar í búningi Watford á síðasta áratug. Nordicphotos/Getty Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Eftir fimmtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu er Heiðar Helguson kominn heim. Sjö erlend félög hafa notið góðs af markaskoraranum þrautseiga. Heiðar lék lykilhlutverk með Cardiff sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti. Frábær endir á farsælum ferli. „Maður hefði ekki getað óskað sér betri endi en að fara upp. Tímabilið gekk alveg rosalega vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar eftir einn leik um helgina en sá leikur skiptir litlu. Heiðar meiddist á kálfa á dögunum og hefur ekki spilað undanfarnar vikur. Löngu var þó ljóst að liðið væri á leiðinni upp og lítil ástæða til að láta Heiðar pína sig. „Það var engin ástæða til að spila þá leiki. Bara láta Aron og strákana um að klára þetta,“ segir Heiðar léttur. Heiðar verður 36 ára í ágúst og virðist heil eilífð síðan hann hélt 22 ára til Lilleström í Noregi. Síðan lá leiðin til Englands þar sem hann var í þrettán ár eða allt þar til Cardiff falaðist eftir kröftum kappans síðasta árið. „Það má eiginlega segja það að ég hafi enst lengur í atvinnumennskunni en ég reiknaði með,“ segir Heiðar. Hann segir miklu hafa munað um stuðning eiginkonu sinnar og fjölskyldu allan þennan tíma. Auk þess hafi skipt máli að hugsa vel um sig síðustu árin.Heiðar fagnar marki með QPR gegn Wigan.Nordicphotos/Getty„Það er mjög mikilvægt ef maður ætlar að endast eitthvað, sérstaklega ef maður er kominn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa betur hvernig maður lifir lífinu.“ Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 en segir að undanfarið ár hafi legið ljóst fyrir að tímabilið hjá Cardiff yrði hans síðasta. Fjölskylda hans flutti til landsins á síðasta ári og nú er hún sameinuð á ný í Laugardalnum. Þar spilaði Heiðar með Þrótti áður en hann hélt utan og hafa þeir rauðu og hvítu ítrekað spaugað með það undanfarin ár að Heiðar lyki ferlinum í Þrótti. „Síminn hefur ekki hringt. Ég hef alveg verið látinn í friði,“ segir Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu á því að sjá hann á golfvellinum í sumar en framherjinn er með forgjöf í kringum tíu. „Það rignir svolítið mikið í Wales þannig að ég hef lítið spilað. Maður þarf kannski nokkra hringi til þess að hita sig upp fyrir sumarið.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira