Tökur á stórmynd Baltasars hefjast í sumar - „Nenni ekki að hafa vælandi Breta uppi á jökli“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. febrúar 2013 21:04 Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira