Reykjavíkurborg hættir við gjaldskrárhækkanir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:46 Borgin reynir að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014. Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir.Sterk viðbrögð við hækkunum „Við höfum verið að miða að því að láta okkar gjaldskrár fylgja verðlagi, þær eru reyndar mjög ódýrar, ódýrastar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað. En það komu fram mjög sterk viðbrögð við þessum hækkunum, sérstaklega frá verkalýðsforystunni og Samtökum atvinnulífsins. Í ljós kom að menn hafa verið að reyna að ganga í takt til að hamla verðlagshækkunum almennt og þessir aðilar litu svo á að hækkanirnar gætu ýtt af stað keðjuverkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr. „Við erum því tilbúin að draga þetta til baka til að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir víxlverkun þar sem enginn græðir og allir tapa.“S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.Aðspurður hvort hækkanirnar hafi þá ekki verið óþarfar til að byrja með segir S. Björn: „Nei, við gáfum okkar ákveðnar forsendur í þessu fyrst. Núna gerum við ráð fyrir lægri verðbólgu heldur en var áætlað upphaflega og gerum ráð fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar en áður var áætlað. Ef allir ganga í takt getur það gengið upp og þetta er okkar innlegg í þá göngu.“Áskilja sér rétt til endurskoðunar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin taki með þessu frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þá segir að frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar byggi á forsendum Þjóðhagsspár Hagstofu Íslands frá því í júní. Náist almenn samstaða um átak til að sporna við víxlverkunum launa og verðlags og þess í stað lögð áhersla á varanlega aukningu kaupmáttar í komandi kjarasamningum geta gjaldskrárhækkanir borgarinnar staðið óbreyttar út næsta ár. Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur borgin sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014.
Tengdar fréttir Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent. 30. október 2013 06:00