Hert að lífæð Gaza Þorgils Jónsson skrifar 14. september 2013 07:00 Hér vinnur Palestínumaður baki brotnu að smyglgöngum. Smyglgöng hafa lengi verið við lýði en aldrei í líkingu við það sem viðgengist hefur frá árinu 2007 þegar Hamas tók við völdum í Gaza og Ísraelar og Egyptar hertu verulega á innflutningshöftum. NordicPhotos/AFP Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP Gasa Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP
Gasa Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira