Huffington Post fjallar ítarlega um íslensku ullarpeysuna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2013 09:30 Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Bandaríska útgáfa The Huffington Post setti inn ítarlega umfjöllun um íslensku ullarpeysuna á heimasíðu sína nú rétt fyrir helgi. Blaðamaður þar á bæ heimsótti Ísland fyrir stuttu og heillaðist af landi og þjóð. En mest heillaðist hún þó af ullarpeysunni góðu og sögunni á bak við hana.Blaðamaðurinn hefur orð á því að hún hafi séð peysurnar í öllum stærðum og gerðum ,,í næstum öllum búðum sem hún steig fæti inn í". Fréttin er mikið myndskreytt og greinilegt að hún hefur fylgst grannt með þeim sem urðu á vegi hennar í lopapeysum. Einnig talar hún um hvernig íslenska ullin er sérstök að því leyti að íslenska sauðkindin sé algjörlega hreinn kindastofn sem hafi haldið hita á þjóðinni í margar aldir.Það er því fremur kaldhæðnislegt þegar hún flettir ofan að því að peysan hafi í raun ekki komið fram á sjónarsviðið í núverandi mynd fyrr en upp úr 1950, þegar nóbelsfrúin Auður Laxness kom til landsins með svipaða peysu frá Grænlandi eftir heimsókn þar. Blaðamaðurinn virðist samt sem áður hafa mikið álit á peysunni og talar t.d. skemmtilega um flíspeysur og jakka í ullarpeysustíl sem Farmers Market og 66 gráður norður hafa sent frá sér. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira