Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 66-67 | Dominos-deild kvenna Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 30. október 2013 20:00 myndir / daníel Snæfell vann dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Dominos-deild kvenna en leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Lokatölur 66-67. Haukar eru með fjögur stig en Snæfell er með tíu stig líkt og Keflavík á toppnum en Keflavík á leik inni. Þessi tvö lið mætast í stórleik á sunnudag. Lele Hardy skoraði 27 stig og tók 23 fráköst fyrir Hauka í kvöld. Chynna Unique Brown var með 19 stig og 14 fráköst fyrir Snæfell. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Haukar áttu síðustu sókn leiksins en eftir mikla þvögu tapaði liðið boltanum og leiknum svo í kjölfarið.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka:"Ég er nokkuð pirraður yfir þessu. Við ætluðum okkur meira í þessum leik. Við höfðum unnið tvo leiki í röð og ætluðum að taka þann þriðja í dag en við nýttum ekki tækifærin sem okkur stóð til boða," sagði Bjarni eftir leik. "Oft á tíðum vorum við ekki nægilega fljótar til baka og vorum að gefa þeim auðveldar körfur. Við vorum of staðar og ekki nógu ákveðnar í því sem við ætluðum að gera. Við fengum fullt af fínum færum undir körfunni sem við vorum ekki að nýta nægilega vel." "Snæfellsliðið kom mér ekki á óvart. Það er erfitt að spila gegn Snæfelli. Þær eru líkamlega sterkar og spila fast. Þetta er vel þjálfað lið, bara hörkulið. Mér fannst þetta samt vera í okkar höndum og við áttum að klára þetta."Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells:"Ég var rosalega ánægður með að vinna þennan leik. Mér fannst við vera betri allan leikinn. Þær fengu auðveldar körfur. Við sýndum í lokin að við erum alvöru varnarlið, við náðum þá að stoppa þær," sagði Ingi Þór. "Við vorum alveg á brúninni varðandi villuvandræði en það eru gæði góðra leikmanna að spila leik án þess að fá villur. Ég skemmti mér konunglega, skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða. Deildin er gríðarlega jöfn og stutt á milli í þessu." "Við ætlum að vinna svo sigur gegn Keflavík á heimavelli á sunnudag. Keflavík er liðið til að vinna."Leik lokið! 66-67: Haukar klúðruðu síðustu sókn sinni og Snæfell fagnar sigri! 4. leikhluti, 66-67: Haukar eiga boltann. 16,9 sek eftir og leikhlé tekið.4. leikhluti, 66-67: Haukar voru að klúðra sókn og Snæfell getur náð fínni forystu. 45 sek eftir.4. leikhluti, 60-61: Lovísa Björt Henningsdóttir smellti niður dýrmætum þrist listilega.4. leikhluti, 57-57: Stuðningsmenn Hauka farnir að láta í sér heyra. Á svona stundu verða mistök enn dýrkeyptari og tilþrifin enn dýrmætari.3. leikhluta lokið, 55-53: Mikil spenna fyrir síðasta fjórðunginn. Þetta verður eitthvað. Heimakonur með naumt forskot.3. leikhluti, 47-50: Rúmar tvær mínútur eftir af þriðja fjórðungi.3. leikhluti, 38-38: Ingi þjálfari Snæfells er ekki alveg sáttur við dómgæsluna. Eva Margrét Kristjánsdóttir er komin með fjórar villur og Hildur Sigurðardóttir þrjár.Hálfleikur, 36-38: Snæfell fékk tvö víti til að ná jöfnu í hálfleik en klúðraði báðum skotunum. Mikil spenna í gangi. Lele Hardy með 13 stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta. Hjá Snæfelli er Chynna Unique Brown með 11 stig.2. leikhluti, 35-33: Ein og hálf mínúta til hálfleiks.2. leikhluti, 28-30: Allt í járnum hér á Ásvöllum. Liðin skiptast á að hafa forystuna. Fjölgar hægt og bítandi í salnum sem er jákvætt.2. leikhluti, 26-25: Haukakonur eru komnar yfir í leiknum. Lele Hardy með tíu stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta.1 leikhluta lokið, 16-21: Jæja Haukastelpurnar að komast í góðan gír. Það er hart barist.1. leikhluti, 5-15: Tæpar fjórar mínútur eftir af fyrsta fjórðung. Snæfell að byrja þetta vel.1. leikhluti, 3-9: Þjálfari Hauka ekki sáttur við byrjun leiksins og tekur leikhlé þegar innan við þrjár mínútur eru liðnar. Eva Margrét Kristjánsdóttir með fimm stig fyrir gestina.Fyrir leik: Hátalarakerfið á Ásvöllum bilað og vallarkynnirinn er fyrir framan stúkuna og kynnir liðin fyrir framan þá 40 áhorfendur sem mættir eru. Engin tónlist í upphitun eða neitt.Fyrir leik: Lið Snæfells er í öðru sæti deildarinnar, unnið fjóra leiki en tapað einum. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum hafa Haukakonur unnið tvo leiki í röð.Fyrir leik: Það er tvíhöfði á Ásvöllum í kvöld en karlalið þessara sömu félaga eigast við hérna klukkan 20. Leikmenn eru að hita upp og verið að gera allt klárt í salnum. Aðgangur er ókeypis í boði Valitor og vonandi lætur fólk sjá sig.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Snæfell vann dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Dominos-deild kvenna en leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Lokatölur 66-67. Haukar eru með fjögur stig en Snæfell er með tíu stig líkt og Keflavík á toppnum en Keflavík á leik inni. Þessi tvö lið mætast í stórleik á sunnudag. Lele Hardy skoraði 27 stig og tók 23 fráköst fyrir Hauka í kvöld. Chynna Unique Brown var með 19 stig og 14 fráköst fyrir Snæfell. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Haukar áttu síðustu sókn leiksins en eftir mikla þvögu tapaði liðið boltanum og leiknum svo í kjölfarið.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka:"Ég er nokkuð pirraður yfir þessu. Við ætluðum okkur meira í þessum leik. Við höfðum unnið tvo leiki í röð og ætluðum að taka þann þriðja í dag en við nýttum ekki tækifærin sem okkur stóð til boða," sagði Bjarni eftir leik. "Oft á tíðum vorum við ekki nægilega fljótar til baka og vorum að gefa þeim auðveldar körfur. Við vorum of staðar og ekki nógu ákveðnar í því sem við ætluðum að gera. Við fengum fullt af fínum færum undir körfunni sem við vorum ekki að nýta nægilega vel." "Snæfellsliðið kom mér ekki á óvart. Það er erfitt að spila gegn Snæfelli. Þær eru líkamlega sterkar og spila fast. Þetta er vel þjálfað lið, bara hörkulið. Mér fannst þetta samt vera í okkar höndum og við áttum að klára þetta."Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells:"Ég var rosalega ánægður með að vinna þennan leik. Mér fannst við vera betri allan leikinn. Þær fengu auðveldar körfur. Við sýndum í lokin að við erum alvöru varnarlið, við náðum þá að stoppa þær," sagði Ingi Þór. "Við vorum alveg á brúninni varðandi villuvandræði en það eru gæði góðra leikmanna að spila leik án þess að fá villur. Ég skemmti mér konunglega, skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða. Deildin er gríðarlega jöfn og stutt á milli í þessu." "Við ætlum að vinna svo sigur gegn Keflavík á heimavelli á sunnudag. Keflavík er liðið til að vinna."Leik lokið! 66-67: Haukar klúðruðu síðustu sókn sinni og Snæfell fagnar sigri! 4. leikhluti, 66-67: Haukar eiga boltann. 16,9 sek eftir og leikhlé tekið.4. leikhluti, 66-67: Haukar voru að klúðra sókn og Snæfell getur náð fínni forystu. 45 sek eftir.4. leikhluti, 60-61: Lovísa Björt Henningsdóttir smellti niður dýrmætum þrist listilega.4. leikhluti, 57-57: Stuðningsmenn Hauka farnir að láta í sér heyra. Á svona stundu verða mistök enn dýrkeyptari og tilþrifin enn dýrmætari.3. leikhluta lokið, 55-53: Mikil spenna fyrir síðasta fjórðunginn. Þetta verður eitthvað. Heimakonur með naumt forskot.3. leikhluti, 47-50: Rúmar tvær mínútur eftir af þriðja fjórðungi.3. leikhluti, 38-38: Ingi þjálfari Snæfells er ekki alveg sáttur við dómgæsluna. Eva Margrét Kristjánsdóttir er komin með fjórar villur og Hildur Sigurðardóttir þrjár.Hálfleikur, 36-38: Snæfell fékk tvö víti til að ná jöfnu í hálfleik en klúðraði báðum skotunum. Mikil spenna í gangi. Lele Hardy með 13 stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta. Hjá Snæfelli er Chynna Unique Brown með 11 stig.2. leikhluti, 35-33: Ein og hálf mínúta til hálfleiks.2. leikhluti, 28-30: Allt í járnum hér á Ásvöllum. Liðin skiptast á að hafa forystuna. Fjölgar hægt og bítandi í salnum sem er jákvætt.2. leikhluti, 26-25: Haukakonur eru komnar yfir í leiknum. Lele Hardy með tíu stig fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdánardóttir með átta.1 leikhluta lokið, 16-21: Jæja Haukastelpurnar að komast í góðan gír. Það er hart barist.1. leikhluti, 5-15: Tæpar fjórar mínútur eftir af fyrsta fjórðung. Snæfell að byrja þetta vel.1. leikhluti, 3-9: Þjálfari Hauka ekki sáttur við byrjun leiksins og tekur leikhlé þegar innan við þrjár mínútur eru liðnar. Eva Margrét Kristjánsdóttir með fimm stig fyrir gestina.Fyrir leik: Hátalarakerfið á Ásvöllum bilað og vallarkynnirinn er fyrir framan stúkuna og kynnir liðin fyrir framan þá 40 áhorfendur sem mættir eru. Engin tónlist í upphitun eða neitt.Fyrir leik: Lið Snæfells er í öðru sæti deildarinnar, unnið fjóra leiki en tapað einum. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum hafa Haukakonur unnið tvo leiki í röð.Fyrir leik: Það er tvíhöfði á Ásvöllum í kvöld en karlalið þessara sömu félaga eigast við hérna klukkan 20. Leikmenn eru að hita upp og verið að gera allt klárt í salnum. Aðgangur er ókeypis í boði Valitor og vonandi lætur fólk sjá sig.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum