Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Garðar Örn Úlfarsson og Valur Grettisson skrifar 30. október 2013 06:00 Gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavíkurborg eru verulegar samkvæmt fjárhagsáætluninni. Fréttablaðið/Anton Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira