Safna fyrir sandblásnum speglum Sara McMahon skrifar 30. október 2013 07:00 Linda Björg Árnadóttir, hönnuður, safnar fyrir nýrri vöru á Karolina Fund. Fréttablaðið/vilhelm „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira