Forráðamenn Mercedes í Formúlunni hafa ekki gefið upp alla von um að halda Ross Brawn hjá liðinu en hann hefur áður gefið það út að hann muni hætta eftir tímabilið.
Mercedes-menn gera nú allt hvað þeir geta til þess að telja Brawn hughvarf.
"Ræddi við Niki Lauda í gær og hann er ákveðinn í því að halda Brawn," sagði Martin Brundle hjá Sky á Twitter-síðu sinni.
Brawn hefur stýrt málum hjá liðinu síðan árið 2007 en þá var það undir merkjum Honda.
"Ég legg mig allan fram við að halda honum. Á endanum er þetta síðan allt saman hans ákvörðun," sagði Lauda.
Mercedes vill ekki missa Brawn

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn




„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn

Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti



Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum
Enski boltinn
