Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 19:02 Airbus-þota Færeyinga lenti á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. Færeyska félagið hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur og hafa þetta verið stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri. Færeyingar eiga hins vegar bara eina slíka vél eftir og sú þarf að fara í viðhald í febrúar. Þeir vilja í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus en eru að hrökklast til Keflavíkur meðan ekki fæst svar. „Eins og staðan er núna þá þurfa þeir að lenda í Keflavík, en ekki hér, eins og þeir hafa óskað eftir,” sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vegna þessa sé búið að setja Færeyjaflugið upp til Keflavíkur í febrúar. „Það er óþægilegt, - óþægindi fyrir farþega, - og miklu betra að koma hingað. Þá höldum við áætluninni eins og hún er aðra daga og aðra mánuði vetrarins.” Airbus-þota Færeyinga hefur einu sinni lent í Reykjavík, sumarið 2012, í tengslum við vináttulandsleik Íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu. Stærri vélar lenda þó af og til í Reykjavík. Árni minnir á að Reykjavíkurflugvöllur er notaður sem varaflugvöllur fyrir Boeing 757-vélar Icelandair. „Sem eru töluvert stærri en þessi vél. Þannig að það eru allar aðstæður til að geta tekið við þessari vél hér.” Árni segir flugbrautirnar nægilega langar fyrir Airbus-vélina og hún sé auk þess hljóðlát. Minni hávaði sé í Airbus-vélinni en þeirri sem Færeyingar nota í dag.Þoturnar sem Færeyingar hafa notað síðastliðin 25 ár eru stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur.Spyrja má hvort ósk Færeyinga um Airbus sé heit kartafla í deilum um flugvöllinn. Í aprílmánuði í vor heyrðu áhorfendur Stöðvar 2 forstjóra Atlantic Airways lýsa eftir svari íslenskra flugmálayfirvalda en hann sagðist þá vera búinn að bíða í átta mánuði. Í júníbyrjun sendi Flugfélag Íslands minnisblað til Isavia um málið, í september sendi Flugfélag Íslands skriflega ósk. Núna í desemberbyrjun óskaði Ísavia eftir afstöðu innanríkisráðuneytis. En er það flugvallarpólitík sem veldur tregðu á svari? „Ég get ekki sagt til um það. Ég veit ekki hvernig á því stendur nákvæmlega afhverju þetta er. Ég hef ekki fengið skýringar á því,” svarar Árni Gunnarsson. Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. Færeyska félagið hefur í aldarfjórðung notað 95 sæta British Aerospace-þotur og hafa þetta verið stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri. Færeyingar eiga hins vegar bara eina slíka vél eftir og sú þarf að fara í viðhald í febrúar. Þeir vilja í staðinn fá að nota nýja 132 sæta Airbus en eru að hrökklast til Keflavíkur meðan ekki fæst svar. „Eins og staðan er núna þá þurfa þeir að lenda í Keflavík, en ekki hér, eins og þeir hafa óskað eftir,” sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vegna þessa sé búið að setja Færeyjaflugið upp til Keflavíkur í febrúar. „Það er óþægilegt, - óþægindi fyrir farþega, - og miklu betra að koma hingað. Þá höldum við áætluninni eins og hún er aðra daga og aðra mánuði vetrarins.” Airbus-þota Færeyinga hefur einu sinni lent í Reykjavík, sumarið 2012, í tengslum við vináttulandsleik Íslendinga og Færeyinga í knattspyrnu. Stærri vélar lenda þó af og til í Reykjavík. Árni minnir á að Reykjavíkurflugvöllur er notaður sem varaflugvöllur fyrir Boeing 757-vélar Icelandair. „Sem eru töluvert stærri en þessi vél. Þannig að það eru allar aðstæður til að geta tekið við þessari vél hér.” Árni segir flugbrautirnar nægilega langar fyrir Airbus-vélina og hún sé auk þess hljóðlát. Minni hávaði sé í Airbus-vélinni en þeirri sem Færeyingar nota í dag.Þoturnar sem Færeyingar hafa notað síðastliðin 25 ár eru stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur.Spyrja má hvort ósk Færeyinga um Airbus sé heit kartafla í deilum um flugvöllinn. Í aprílmánuði í vor heyrðu áhorfendur Stöðvar 2 forstjóra Atlantic Airways lýsa eftir svari íslenskra flugmálayfirvalda en hann sagðist þá vera búinn að bíða í átta mánuði. Í júníbyrjun sendi Flugfélag Íslands minnisblað til Isavia um málið, í september sendi Flugfélag Íslands skriflega ósk. Núna í desemberbyrjun óskaði Ísavia eftir afstöðu innanríkisráðuneytis. En er það flugvallarpólitík sem veldur tregðu á svari? „Ég get ekki sagt til um það. Ég veit ekki hvernig á því stendur nákvæmlega afhverju þetta er. Ég hef ekki fengið skýringar á því,” svarar Árni Gunnarsson.
Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30