"Út í hött að útrýma kanínum“ 14. ágúst 2013 14:41 "Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt,“ segir Jón Þorgeir. Mynd/Stefán „Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“ Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira