Lífið

Með fangið fullt af börnum

Knattspyrnukappinn Wayne Rooney eignaðist soninn Klay með eiginkonu sinni Coleen fyrir nokkrum vikum en fyrir eiga þau soninn Kai sem er þriggja ára.

Fjölskyldan skellti sér í göngutúr í vikunni og fór Wayne létt með að lofta drengjunum sínum tveimur, enda í fantaformi.

Frábær pabbi.

Kai virtist vera afar spenntur fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum og fíflaðist í honum lon og don. Wayne passaði síðan strákana á meðan Coleen valsaði á milli herrafataverslana og keypti ýmislegt á eiginmann sinn, þar á meðal átta pör af skóm.

Wayne blæs ekki úr nös.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.