Hollvinir gagnrýna útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2013 09:42 Hollvinir ríkisútvarpsins eru ósáttir við Pál auk þess sem þeir telja pólitísk öfl reyna að eyðileggja stofnunina. Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Hollvinir Ríkisútvarpsins mótmæla hversu klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum á RÚV nú í vikunni. Þetta kemur fram í ályktun sem sá félagsskapur sendi frá sér nú rétt í þessu. Þar er talað um að uppsagnirnar séu reiðarslag fyrir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Ályktunin felur í sér alvarlega gagnrýni á yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá þar með Pál Magnússon: „Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.“ Að auki nefna Hollvinirnir það að pólitísk öfl viljið eyðileggja stofnunina.Ályktunin í heild sinni er á þessa leið:Samþykkt stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins 28.11. 2013Fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði og fjöldauppsögnum á ríkisútvarpinu komu sem reiðarslag yfir alla þá sem láta sig þá stofnun skipta. Með þessu fékkst hins vegar að hluta svar við nokkrum spurningum sem Hollvinir Ríkisútvarpsins sendu menningarmálaráðherra í sumar en var svarað fyrr í haust með þeim útúrsnúningi að ráðherra hefði þegar svarað þeim öllum í fjölmiðlum.Nú hefur verið tilkynnt að sagt verði upp sem svarar 60 stöðugildum hjá ríkisútvarpinu og þar af komi 39 uppsagnir til framkvæmda nú þegar. Við mótmælum sérstaklega hve klaufalega, ófaglega og ómannlega var gengið fram í uppsögnum, þegar fólki var gert að yfirgefa húsið samstundis, standa jafnvel upp frá hálfunnum þáttum, en fundið gamalt efni til að fylla upp í tímann. Þetta minnir á aðfarir í einkafyrirtækjum þar sem hagsmunir starfsfólks eru einskis metnir.Á síðustu fimm árum hefur verið dregið saman í rekstri Ríkisútvarpsins um fimmtung og vandséð er að þegar þetta bætist við geti stofnunin staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar um rekstur almannaútvarps á Íslandi.Samtökin Hollvinir ríkisútvarpsins voru stofnuð um síðustu aldamót til að berjst gegn hugmyndum um einkavæðingu þess. Þau lögðust eindregið gegn því að rekstrarforminu yrði breytt úr ríkisstofnun í opinbert hlutafélag og gáfu lítið fyrir þau rök að það væri rekstrarform sem hentaði vel. Ekki er að sjá að rekstrarformið hafi orðið til bjargar á tímum erfiðs efnahags. Þvert á móti.Ekki verður annað séð en pólitísk öfl, sem lengi hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins, vinni leynt og ljóst að því að eyðileggja stofnunina. Ef pólitískt markmið stjórnvalda er að selja Ríkisútvarpið er með þessu hins vegar verið að lækka markaðsvirði þess og gæti vaknað grunur um að tilgangurinn væri að vildarvinir þeirra sem nú fara með völdin ættu auðveldara með kaupin. Þegar litið er á nöfn þeirra sem sagt hefur verið upp virðist sem einkum sé verið að grafa undan Rás 1 og Fréttastofu ríkisútvarpsins og spilla þar með þeim yfirburðum sem RÚV hefur haft til að geta kallast almannaútvarp.Fyrir hönd stjórnar Hollvina Ríkisútvarpsins,Þorgrímur Gestsson,formaðurViðar HreinssonÞór MagnússonRagnheiður TryggvadóttirValgeir Sigurðsson
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira