Ódýrara að leggja flugvél en einkabíl í miðborginni Haraldur Guðmundsson skrifar 1. október 2013 07:04 Notendur Reykjavíkurflugvallar greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn. Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en ökumenn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn.Þegar flugvél er lent á Reykjavíkurflugvelli greiðir eigandi hennar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Fréttablaðsins á lendingargjaldi sambærilegra flugvalla sýnir að gjaldið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma loknum er rukkað eftir þyngd vélarinnar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á farmiðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðarhæf. „Flugvallargjöld og stæðisgjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bílastæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum löndum,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingismaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert.Þorvaldur Sverrisson, íbúi í Reykjavík, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook síðu sinni. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en ökumenn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn.Þegar flugvél er lent á Reykjavíkurflugvelli greiðir eigandi hennar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Fréttablaðsins á lendingargjaldi sambærilegra flugvalla sýnir að gjaldið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma loknum er rukkað eftir þyngd vélarinnar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á farmiðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðarhæf. „Flugvallargjöld og stæðisgjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bílastæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum löndum,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingismaður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert.Þorvaldur Sverrisson, íbúi í Reykjavík, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook síðu sinni.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira