Hætt við stækkun FSU Boði Logason skrifar 1. október 2013 16:00 Svona átti skólinn að líta út eftir stækkun á verknámsaðstöðunni. Mynd/T.Ark Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að draga úr útgjöldum framhaldsskólanna um 642 milljónir króna á milli ára. Í frumvarpinu segir að lækkunin skýrist af tveimur tilfellum. Annars vegar 367,5 milljóna króna lækkun til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar um samdrátt í ríkisútgjöldum og hins vegar verður hætt við stækkun á verknámssaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir að kostuðu 247,7 milljónir.Sjá má umfjöllun Vísis um stækkunina hér. Þá falla niður um 950 milljónir af framlögum sem veitt voru til tímabundinna verkefna. „Helstu breytingar eru að í samræmi við fyrri stefnumörkun er gert ráð fyrir að samtals falli niður 760 milljónir króna tímabundin framlög sem veitt voru í fjárlögum ársins 2012 vegna átaksins Nám er vinnandi vegur. Um er að ræða 800 milljóna króna tímabundið framlag sem var vegna námstækifæra atvinnuleitenda, sem lækkar um 400 milljónir króna, niðurfellinu á 300 milljóna króna tímabundnu framlagi til þróunarsjóðs vegna eflingar á starfstengdu námi og 60 milljóna króna tímabundið framlag til eflingar raunfærnismats og náms- og starfsráðgjafar, en gert er ráð fyrir 30 milljónir komi tímabundið á móti þess síðasttalda," segir í frumvarpinu. Ríkisstjórnin ætlar einnig að fella niður 35 milljón króna framlag sem veitt var til eins árs til að styrkja stöðu Kvikmyndaskóla Íslands. Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að draga úr útgjöldum framhaldsskólanna um 642 milljónir króna á milli ára. Í frumvarpinu segir að lækkunin skýrist af tveimur tilfellum. Annars vegar 367,5 milljóna króna lækkun til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar um samdrátt í ríkisútgjöldum og hins vegar verður hætt við stækkun á verknámssaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir að kostuðu 247,7 milljónir.Sjá má umfjöllun Vísis um stækkunina hér. Þá falla niður um 950 milljónir af framlögum sem veitt voru til tímabundinna verkefna. „Helstu breytingar eru að í samræmi við fyrri stefnumörkun er gert ráð fyrir að samtals falli niður 760 milljónir króna tímabundin framlög sem veitt voru í fjárlögum ársins 2012 vegna átaksins Nám er vinnandi vegur. Um er að ræða 800 milljóna króna tímabundið framlag sem var vegna námstækifæra atvinnuleitenda, sem lækkar um 400 milljónir króna, niðurfellinu á 300 milljóna króna tímabundnu framlagi til þróunarsjóðs vegna eflingar á starfstengdu námi og 60 milljóna króna tímabundið framlag til eflingar raunfærnismats og náms- og starfsráðgjafar, en gert er ráð fyrir 30 milljónir komi tímabundið á móti þess síðasttalda," segir í frumvarpinu. Ríkisstjórnin ætlar einnig að fella niður 35 milljón króna framlag sem veitt var til eins árs til að styrkja stöðu Kvikmyndaskóla Íslands.
Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00
Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00
Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00
Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58
Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00
Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00
Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00
Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02
Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00
Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00
Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00
RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00
100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00