Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2013 16:38 Adolf Ingi segir fleiri eineltismál en þau sem hann mátti sæta af hálfu yfirmanns íþróttadeildarinnar hafa komið upp innan RÚV -- hvar Berglind Bergþórsdóttir er mannauðsstjóri. „Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira