Hraðinn í þjóðfélaginu of mikill - Börn þurfa að læra að slaka á Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2013 16:08 Árný Ingvarsdóttir vill að foreldrar og kennarar geti hjálpað börnum sínum að slaka á. Mynd/ Anton Brink. „Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Sjá meira
„Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Sjá meira