Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. nóvember 2013 16:20 Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann.
Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
"Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40