"Þetta var algjör túrbódagur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 18:13 Helgi við æfingar í Lyon á dögunum. Mynd/ÍF „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér líður. Þetta er einhver endaleysa í hausnum á mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja," segir nýkrýndur heimsmeistari í spjótakasti Helgi Sveinsson.Helgi kom, sá og sigraði í flokki F42 á HM í frjálsum íþróttum fatlaðra í Lyon í dag. Sigurkast Helga var upp á 50,98 metra sem er tæplega þriggja metra bæting á nokkurra vikna gömlu Íslandsmeti hans frá því fyrr í sumar. „Þetta var algjör túrbódagur. Gat hreinlega ekki verið betra," segir Helgi. Hann segir fleiri hafa kastað vel þeirra á meðal kínverski Ólymíumeistarinn frá því í London síðastliðið sumar. Enginn átti þó roð í Helga sem segist hafa vitað að hann ætti ýmislegt inni. „Við vissum að stórir hlutir gætu gerst en áttum ekki endilega von á þessu," segir Kári Jónsson, þjálfari Helga. Spjótkastarinn var enn að ná áttum þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Ég hringi klárlega í einhverja vel valda í símaskránni núna. Ég þarf samt fyrst að ná mér svo ég geti sagt eitthvað af viti í símann," sagði Helgi eldhress.Helgi Sveinsson.MYnd/GVA Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
„Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér líður. Þetta er einhver endaleysa í hausnum á mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja," segir nýkrýndur heimsmeistari í spjótakasti Helgi Sveinsson.Helgi kom, sá og sigraði í flokki F42 á HM í frjálsum íþróttum fatlaðra í Lyon í dag. Sigurkast Helga var upp á 50,98 metra sem er tæplega þriggja metra bæting á nokkurra vikna gömlu Íslandsmeti hans frá því fyrr í sumar. „Þetta var algjör túrbódagur. Gat hreinlega ekki verið betra," segir Helgi. Hann segir fleiri hafa kastað vel þeirra á meðal kínverski Ólymíumeistarinn frá því í London síðastliðið sumar. Enginn átti þó roð í Helga sem segist hafa vitað að hann ætti ýmislegt inni. „Við vissum að stórir hlutir gætu gerst en áttum ekki endilega von á þessu," segir Kári Jónsson, þjálfari Helga. Spjótkastarinn var enn að ná áttum þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Ég hringi klárlega í einhverja vel valda í símaskránni núna. Ég þarf samt fyrst að ná mér svo ég geti sagt eitthvað af viti í símann," sagði Helgi eldhress.Helgi Sveinsson.MYnd/GVA
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira