Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 07:30 Kennie (lengst til vinstri) ásamt Michael Præst, Robert Sandnes og Martin Rauschenberg. Með þeim á myndinni er Ragna Björg Kristjánsdóttir, stórvinkona strákanna og samstarfsmaður hjá Ormsson. Fréttablaðið/Arnþór „Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira