Söngvarinn Adam Levine trúlofaðist fyrirsætunni Behati Prinsloo fyrir stuttu. Hann var þá nýhættur með annarri fyrirsætu, Ninu Agdal, og sagði henni frá trúlofuninni í gegnum smáskilaboð.
Nina var niðurbrotin þegar hún fékk fregnirnar að sögn vina en hún og Adam byrjuðu að deita fyrir stuttu, rétt eftir að Adam og Behati hættu saman í maí.
Adam og Behati eru hamingjusöm saman.Nina og Adam fóru í frí til Mexíkó í júní en stuttu eftir það gerði Adam sér grein fyrir því að hann bæri enn tilfinningar til Behati. Hann ákvað því að leggja allan kraft í að reyna að fá hana til baka og það tókst svona skínandi vel. Mál hjartans geta oft verið flókin.