Um "fækkun ríkisstarfsmanna“ Ómar H. Kristmundsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Í tengslum við umræðu um fjárhagsstöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við umræðu um fjárhagsstöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun