Lífið

Hann er faðir barnanna minna

Leikkonan Amanda Seyfried prýðir forsíðu tímaritsins Elle og afhjúpar í viðtali við blaðið að hún sé skotin í manni sem hún hefur þekkt síðan hún var táningur.

“Hann er ekki í bransanum – ég er búin að þekkja hann síðan ég var sextán ára. Ég sé hann fyrir mér sem föður barnanna minna. En það er bara draumur eins og er,” segir Amanda sem hefur verið í tygjum við menn á borð við Ryan Phillippe, Josh Hartnett og Dominic Cooper en hún hætti með þeim síðastnefnda árið 2010.

Töff myndir í Elle.
“Við elskum hvort annað. Hann mun alltaf vera í lífi mínu, sama hvað kærustum hans eða framtíðareiginkonu finnst um það,” segir Amanda um Dominic.

Amanda og Dominic eru náin.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.