Lífið

Gifta sig í Frakklandi um helgina

Leikkonan Halle Berry ætlar að giftast unnusta sínum Olivier Martinez í Suður-Frakklandi um helgina samkvæmt tímaritinu Us Weekly.

Halle og Olivier hafa verið saman síðan árið 2010 og eiga von á sínu fyrsta barni saman, litlum dreng, seinna á þessu ári.

Brúðkaup og bumba.
Þetta verður þriðja hjónaband Halle en hún var gift körfuboltamanninum David Justice á árunum 1993 til 1997 og tónlistarmanninum Eric Benet á árunum 2001 til 2005. Eftir að hún skildi við Eric byrjaði hún með karlfyrirsætunni Gabriel Aubry og eiga þau dótturina Nahla saman.

Olivier hugsar vel um Nahla.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.