Innlent

Reykjavíkurborg vill rökstuðning vegna minnkunar á griðasvæði hvala

Valur Grettisson skrifar
Hvalaskoðun.
Hvalaskoðun.
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir rökstuðningi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, vegna minnkunar griðasvæðis hvala í Faxaflóa. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið töluvert eftir að forveri hans í ráðuneytinu, Steingrímur J. Sigfússon bannaði hvalveiðar á stóru svæði í Faxaflóanum.

Í bókun af fundi menningar - og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar kmeur fram að ráðið ítreki að hvalaskoðun sé mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna í höfuðborginni og í samræmi við ferðamálastefnu Reykjavíkur.

„Allar hugmyndir um minnkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa ber að íhuga vandlega þar sem ríkir hagsmunir íslenskrar ferðþjónustu eru að veði,“ segir svo í bókuninni.

Hart hefur verið deilt um stækkun og minnkun svæðsins en ferðaþjónustuna vill meina að það sé ekki hægt að stunda hvalveiðar á svæðinu samfara hvalaskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×