Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Stígur Helgason skrifar 12. júlí 2013 07:00 Karl og Steingrímur Wernersson Karl og Steingrímur Wernerssynir, í félagi við Guðmund Ólason, forstjóra Milestone, létu tryggingafélagið Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra, 600 milljónir árið 2006 af því að Milestone, móðurfélag Sjóvár, réð ekki við að inna greiðslunar af hendi. Í staðinn eignaðist Sjóvá kröfu á Milestone. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ákæru sérstaks á hendur þremenningunum fyrir umboðssvik og brot á lögum um bókhald og ársreikninga. Þrír endurskoðendur hjá KPMG eru jafnframt ákærðir í málinu. Ákæran var birt sexmenningunum á mánudaginn og greint var frá henni í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar kom fram að hún snerist um það þegar Karl, Steingrímur og Guðmundur ákváðu að kaupa Ingunni út úr Milestone fyrir rúma 4,8 milljarða árin 2006 og 2007, með peningum frá Milestone sem voru lagðir inn á hana mánaðarlega árin tvö. Ákæran er 29 blaðsíður og var gerð opinber í gær. Í henni kemur meðal annars fram að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni“. Þá hafi verið brugðið á það ráð að semja við Ingunni um að fresta fjórum 150 milljóna greiðslum, frá september til desember 2006, en að hún fengi í staðinn 600 milljóna kröfu á Sjóvá. „Látið var líta svo út að Sjóvá hefði tekið víkjandi lán hjá Ingunni, sem Sjóvá skyldi endurgreiða Ingunni með vöxtum. Ingunn greiddi Sjóvá hins vegar aldrei lánsfjárhæðina en þess í stað var færð í bókhaldi Sjóvár krafa á hendur milstone án þess að skriflegir samningar lægju fyrir um þá kröfu.“ Í ákærunni er jafnframt sérstaklega fjallað um það að allar arðgreiðslur út úr Milestone vegna áranna 2005 og 2006, og 98,4 prósent af argreiðslum ársins 2007, hafi runnið til Karls og Steingríms þótt þeir hafi ekki lagt neitt fé til kaupa á hlutum Ingunnar. Alls námu arðgreiðslurnar milljarði króna. Ákæran verður þingfest í september. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Karl og Steingrímur Wernerssynir, í félagi við Guðmund Ólason, forstjóra Milestone, létu tryggingafélagið Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra, 600 milljónir árið 2006 af því að Milestone, móðurfélag Sjóvár, réð ekki við að inna greiðslunar af hendi. Í staðinn eignaðist Sjóvá kröfu á Milestone. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ákæru sérstaks á hendur þremenningunum fyrir umboðssvik og brot á lögum um bókhald og ársreikninga. Þrír endurskoðendur hjá KPMG eru jafnframt ákærðir í málinu. Ákæran var birt sexmenningunum á mánudaginn og greint var frá henni í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar kom fram að hún snerist um það þegar Karl, Steingrímur og Guðmundur ákváðu að kaupa Ingunni út úr Milestone fyrir rúma 4,8 milljarða árin 2006 og 2007, með peningum frá Milestone sem voru lagðir inn á hana mánaðarlega árin tvö. Ákæran er 29 blaðsíður og var gerð opinber í gær. Í henni kemur meðal annars fram að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni“. Þá hafi verið brugðið á það ráð að semja við Ingunni um að fresta fjórum 150 milljóna greiðslum, frá september til desember 2006, en að hún fengi í staðinn 600 milljóna kröfu á Sjóvá. „Látið var líta svo út að Sjóvá hefði tekið víkjandi lán hjá Ingunni, sem Sjóvá skyldi endurgreiða Ingunni með vöxtum. Ingunn greiddi Sjóvá hins vegar aldrei lánsfjárhæðina en þess í stað var færð í bókhaldi Sjóvár krafa á hendur milstone án þess að skriflegir samningar lægju fyrir um þá kröfu.“ Í ákærunni er jafnframt sérstaklega fjallað um það að allar arðgreiðslur út úr Milestone vegna áranna 2005 og 2006, og 98,4 prósent af argreiðslum ársins 2007, hafi runnið til Karls og Steingríms þótt þeir hafi ekki lagt neitt fé til kaupa á hlutum Ingunnar. Alls námu arðgreiðslurnar milljarði króna. Ákæran verður þingfest í september.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira