Aukinnar bjartsýni gætir í kauphöllum Þorgils Jónsson skrifar 10. október 2013 09:05 Kaupahéðnar virðast bjartsýnir á lausn fjárlaga- og skuldadeilunnar í Bandaríikj Mynd/AP Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira