Kaupa hey fyrir tvær milljónir Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. maí 2013 10:45 Hjónin á Steindyrum í Svarfaðardal eru bæði með kúa- og sauðfjárbú. Sauðburður hófst hjá þeim fyrir þremur vikum síðan og enn er féð hýst inni og í hólfi við fjárhúsið. Vegna snjóalaga sjá þau ekki fram á að geta sleppt fénu út á tún í bráð. „Við höfum bara rekið inn á kvöldin og haft þau í þessu litla hólfi yfir daginn. Girðingarnar eru ennþá á kafi þannig að ærnar leita eitthvað strax ef þær mögulega komast í burtu. Þannig að maður verður að reka allt inn á kvöldin svo þetta sé ekki á veginum eða ofan í skurðum og maður fari ekki að missa lömb út af því," segir Gunnhildur Gylfadóttir bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal. Síðasta sumar var þurrt hjá bændum í dalnum og heyfengur því lítill, margir eru búnir með forðann sinn og hafa því þurft að kaupa hey. „Við erum sjálf búin að kaupa 80 rúllur. Hér í Svarfaðardalinn er búið að kaupa sennilega rúmlega 600 rúllur, síðustu þrír vagnarnir eru að koma nú um helgina af heyi," segir Gunnhildur. Tíðarfarið eykur vinnálagið á bændur og kostnaðinn við búskapinn. „Þetta er þungur baggi þar sem menn hafa kannski þurft að kaupa hey fyrir tvær milljónir. Það munar um ansi mikið í pyngjunni þegar það þarf kannski að leggja í mikil önnur fjárútlát út af þessu erfiða vori. Eins og girðingar og mikil frækaup ef það þarf að endurvinna tún," segir Gunnhildur en hver rúlla kostar tíu til ellefu þúsund krónur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hjónin á Steindyrum í Svarfaðardal eru bæði með kúa- og sauðfjárbú. Sauðburður hófst hjá þeim fyrir þremur vikum síðan og enn er féð hýst inni og í hólfi við fjárhúsið. Vegna snjóalaga sjá þau ekki fram á að geta sleppt fénu út á tún í bráð. „Við höfum bara rekið inn á kvöldin og haft þau í þessu litla hólfi yfir daginn. Girðingarnar eru ennþá á kafi þannig að ærnar leita eitthvað strax ef þær mögulega komast í burtu. Þannig að maður verður að reka allt inn á kvöldin svo þetta sé ekki á veginum eða ofan í skurðum og maður fari ekki að missa lömb út af því," segir Gunnhildur Gylfadóttir bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal. Síðasta sumar var þurrt hjá bændum í dalnum og heyfengur því lítill, margir eru búnir með forðann sinn og hafa því þurft að kaupa hey. „Við erum sjálf búin að kaupa 80 rúllur. Hér í Svarfaðardalinn er búið að kaupa sennilega rúmlega 600 rúllur, síðustu þrír vagnarnir eru að koma nú um helgina af heyi," segir Gunnhildur. Tíðarfarið eykur vinnálagið á bændur og kostnaðinn við búskapinn. „Þetta er þungur baggi þar sem menn hafa kannski þurft að kaupa hey fyrir tvær milljónir. Það munar um ansi mikið í pyngjunni þegar það þarf kannski að leggja í mikil önnur fjárútlát út af þessu erfiða vori. Eins og girðingar og mikil frækaup ef það þarf að endurvinna tún," segir Gunnhildur en hver rúlla kostar tíu til ellefu þúsund krónur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira