Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2013 11:49 Von að Bismarck sé brugðið, enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við brotinu sem um ræði. Umrædd mynd af verkum hans hefur verið fjarlægð af vefsíðu. Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess. Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess.
Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30