Lífið

Kolla kveður Bylgjuna

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Valli

Kolbrún Björnsdóttir kvaddi Bylgjuna formlega í morgun í síðasta þætti hennar Í Bítið eftir ríflega sex ár. Samstarfsfélagarnir kvöddu Kollu í morgun með dýrindis veislu eins og sjá má á myndunum en Bylgjumenn höfðu dekkað afskaplega fallegt veisluborð með tertum og gosi í Skaftahlíðinni.

„Ég á eftir að sakna ykkar alveg ofsalega," sagði Kolla meðal annars á Bylgjunni í morgun en á kveðjuna má hlusta á meðfylgjandi link þar sem Kolla er kvödd með stæl.

„Kolla að hætta hjá okkur. Á eftir sakna hennar endalaust," skrifar Rúnar Róberts á Facebook.

„Einstök persóna sem hefur verið gaman að vinna með í gegnum árin," segir Ívar spurður hvernig hann lýsir Kollu.

Síðustu mínútur Kollu í Bítið. Takk Kolla, skrifuðu Bylgjumenn á Facebook með þessari mynd.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar

Kolla segir upp á Bylgjunni.

Heimir Karls, Kolla og Þráinn Steinsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.