Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júní 2013 14:34 Ólafur Ragnar við þingsetningarathöfnina í dag. Mynd/ Þorbjörn Þórðarson Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira