Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana 5. janúar 2013 08:00 Harpa Fönn Sigurjónsdóttir „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira