Tónlist

Tiny, Franz og fleiri rokka til heiðurs Rage

Tuttugu ár eru liðin síðan fyrsta plata bandarísku rokksveitarinnar Rage Against the Machine kom út. Að því tilefni verða haldnir heiðurstónleikar föstudaginn 18. janúar á Gamla Gauknum. Sveitin á miklum vinsældum að fagna á Íslandi. Hún kom svo hingað til tónleikahalds árið 1993 og troðfyllti íþróttahúsið í Kaplakrika. Meðlimir íslensku heiðurssveitarinnar eru þeir Egill "Tiny“ Thorarensen, Franz Gunnarsson, Arnar Gíslason og Guðni Finnsson. Þeir eru allir miklir aðdáendur Rage Against the Machine og hafa sett saman tuttugu laga prógramm. Miðaverð er 1.500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.