Þakklát fyrir að vera leikkona 12. janúar 2013 06:00 Ilmur Kristjánsdóttir. Ilmur Kristjánsdóttir hljómar ánægð en óvenju lágróma í símanum. Það er fyrsti tökudagur á sjónvarpsseríu númer tvö um Ástríði, skrifstofukonu sem hún túlkar, og þetta stutta viðtal er tekið með nokkrum hléum þegar hún er kölluð "á sett“. Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi:Ilmur, er gaman að rifja upp kynnin af Ástríði? „Já, það er mikil gleði hér á tökustað og allir spenntir."Þér hefur auðvitað fundist Ástríður eiga framhaldslíf skilið. „Algerlega. Við vorum fjögur sem skrifuðum handritið saman, Sigurjón Kjartansson, María Reyndal, Hannes Pálsson og ég. Silja Hauks leikstýrir núna eins og síðast og Björn Hlynur bætist við leikarahópinn. Hans persóna spilar stóran þátt í lífi okkar Bjarna sem Kjartan Guðjónsson leikur. (Hvíslar: Á ég að þegja? Nei, ókei.) Aðeins hærra: Ég er aðeins of nálægt upptökuvélunum."Ástríður orðin yfirmaðurGerist serían á sama stað og sú fyrri? „Nei, það hafa orðið breytingar. Fyrri serían gerðist í banka. Óskilgreindum banka. Hann er auðvitað farinn á hausinn þannig að fólkið sem þar vann er núna að vinna fyrir skilanefnd. Ástríður er orðin yfirmaður þannig að hún er orðin aðeins fínni með sig en í fyrri seríunni."Hvað geturðu sagt mér um einkalífið hjá Ástríði? „Þar er fullt í gangi, að sjálfsögðu. Ég ætla ekki að segja þér hvernig það endar en það byrjar að minnsta kosti ekki vel."Verða þetta margir þættir? „Þetta eru tíu þættir og sýningar byrja með vorinu, jafnvel í mars. En serían er búin að vera í þróun lengi. Við tókum okkur góðan tíma í að skrifa og raða handritinu saman."Fréttablaðið/StefánAllt í blandErtu í fleiri leiklistarverkefnum núna? „Nei, ég tók mér frí í leikhúsunum í vetur en var að leika í bíómynd hjá Ágústi Guðmundssyni fyrir jól, Ófeigur gengur aftur, sem verður frumsýnd í bíóhúsum um páskana. Það er draugagrínmynd, við Gísli Örn leikum þar par og Laddi leikur pabba minn. Ég er sem sagt bara að sinna sjónvarps-og kvikmyndaleik núna. Svo er framtíðin óskrifað blað og ég kann því mjög vel." Hvort fellur þér betur að vinna á sviði eða í kvikmyndum? „Ég vil hafa þetta allt í bland." Ljósmyndarinn komst að því að Ástríður er með eigin skrifstofu í nýju seríunni. Spurð hvort henni finnist það svo heillandi vinnuumhverfi að hún gæti lagt leiklist á hilluna fyrir skrifstofustörf svarar Ilmur: „Nja, ég er bara þakklát fyrir að vera leikkona, fá að vera viss týpa í stutta stund og geta síðan svissað yfir í eitthvað annað. Þannig fæ ég smjörþefinn af mörgu. Ég er svo mikill sveimhugi að mér hentar mjög vel að vera í þessu starfi." Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ilmur Kristjánsdóttir hljómar ánægð en óvenju lágróma í símanum. Það er fyrsti tökudagur á sjónvarpsseríu númer tvö um Ástríði, skrifstofukonu sem hún túlkar, og þetta stutta viðtal er tekið með nokkrum hléum þegar hún er kölluð "á sett“. Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi:Ilmur, er gaman að rifja upp kynnin af Ástríði? „Já, það er mikil gleði hér á tökustað og allir spenntir."Þér hefur auðvitað fundist Ástríður eiga framhaldslíf skilið. „Algerlega. Við vorum fjögur sem skrifuðum handritið saman, Sigurjón Kjartansson, María Reyndal, Hannes Pálsson og ég. Silja Hauks leikstýrir núna eins og síðast og Björn Hlynur bætist við leikarahópinn. Hans persóna spilar stóran þátt í lífi okkar Bjarna sem Kjartan Guðjónsson leikur. (Hvíslar: Á ég að þegja? Nei, ókei.) Aðeins hærra: Ég er aðeins of nálægt upptökuvélunum."Ástríður orðin yfirmaðurGerist serían á sama stað og sú fyrri? „Nei, það hafa orðið breytingar. Fyrri serían gerðist í banka. Óskilgreindum banka. Hann er auðvitað farinn á hausinn þannig að fólkið sem þar vann er núna að vinna fyrir skilanefnd. Ástríður er orðin yfirmaður þannig að hún er orðin aðeins fínni með sig en í fyrri seríunni."Hvað geturðu sagt mér um einkalífið hjá Ástríði? „Þar er fullt í gangi, að sjálfsögðu. Ég ætla ekki að segja þér hvernig það endar en það byrjar að minnsta kosti ekki vel."Verða þetta margir þættir? „Þetta eru tíu þættir og sýningar byrja með vorinu, jafnvel í mars. En serían er búin að vera í þróun lengi. Við tókum okkur góðan tíma í að skrifa og raða handritinu saman."Fréttablaðið/StefánAllt í blandErtu í fleiri leiklistarverkefnum núna? „Nei, ég tók mér frí í leikhúsunum í vetur en var að leika í bíómynd hjá Ágústi Guðmundssyni fyrir jól, Ófeigur gengur aftur, sem verður frumsýnd í bíóhúsum um páskana. Það er draugagrínmynd, við Gísli Örn leikum þar par og Laddi leikur pabba minn. Ég er sem sagt bara að sinna sjónvarps-og kvikmyndaleik núna. Svo er framtíðin óskrifað blað og ég kann því mjög vel." Hvort fellur þér betur að vinna á sviði eða í kvikmyndum? „Ég vil hafa þetta allt í bland." Ljósmyndarinn komst að því að Ástríður er með eigin skrifstofu í nýju seríunni. Spurð hvort henni finnist það svo heillandi vinnuumhverfi að hún gæti lagt leiklist á hilluna fyrir skrifstofustörf svarar Ilmur: „Nja, ég er bara þakklát fyrir að vera leikkona, fá að vera viss týpa í stutta stund og geta síðan svissað yfir í eitthvað annað. Þannig fæ ég smjörþefinn af mörgu. Ég er svo mikill sveimhugi að mér hentar mjög vel að vera í þessu starfi."
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira