Tónlist

Á slóðum stjarnvísinda

Hljómsveitin spilar á Live at Jodrell Park 30. ágúst.
Hljómsveitin spilar á Live at Jodrell Park 30. ágúst.
Sigur Rós spilar á tónleikunum Live at Jodrell Park á Englandi 30. ágúst. Tónleikarnir eru óvenjulegir að því leyti að þeir eru haldnir á svæði þar sem Bretar hafa stundað stjarnvísindi frá árinu 1945.

Árið 2011 voru haldnir þar í fyrsta sinn rokktónleikar undir yfirskriftinni Jodrell Bank Live, þar sem fram komu The Flaming Lips, British Sea Power, OK Go og fleiri sveitir. Í fyrra spilaði þar enska sveitin Elbow við góðar undirtektir.

Sigur Rós leggur af stað í tónleikaferðalag um heiminn í næsta mánuði. Fyrstu tónleikarnir verða í Portúgal 13. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×