Bónorð og brúðkaup sama dag Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 19. janúar 2013 00:01 Hilda Lóa, Konráð, Rakel og Flóki. Christopher Lund „Ég fór út að borða í hádeginu 29. september með vinkonu minni Önnu Svövu Knútsdóttur. Ég hafði reyndar átt að vera í sveitinni hjá pabba en Anna Svava hringdi í mig og sagði að ég yrði að koma með henni út að borða í hádeginu, hún ætti gjafakort sem væri að renna út. Þegar við vorum búnar að borða bað Anna Svava mig um að koma með sér upp í Háskóla Íslands, hún ætti að vera þar með stutt uppistand og vildi hafa mig með til halds og trausts. Við ókum sem leið lá að húsnæði Verkfræði- og raunvísindadeildar, VRII, en þar hittumst við Konni árið 1997. Ég fór að tala um það við Önnu Svövu að þarna hefðum við Konni hist, gekk fyrir hornið og sá hann,“ segir Rakel Jóhannsdóttir. Hún er mætt til fundar við blaðamann Fréttablaðsins sem frétt hafði af heldur óvenjulegum brúðkaupsdegi hennar og Konráðs Hall sem líka er mættur á staðinn ásamt bestu vinkonu Rakelar, áðurnefndri Önnu Svövu.Þriggja vikna undirbúningur Þarna við VRII fór Konráð á hnéð og bað Rakelar sem sagði já. „Ég spurði hana í framhaldinu hvort hún væri þá ekki bara til í að giftast mér strax um kvöldið og hún samþykkti það,“ segir Konráð, en sú hugmynd kom upp þremur vikum fyrr að koma Rakel, barnsmóður sinni, sambýliskonu til margra ára og kærustu síðan 1997, verulega á óvart með því að skipuleggja brúðkaup þann 29. september. „Við Konni vorum eitthvað að spjalla og fengum þessa snilldarhugmynd að koma Rakel á óvart,“ segir Anna Svava sem strax fór á flug og byrjaði að huga að veislusal og ýmsum praktískum atriðum. „Þetta var rétt fyrir helgi og um helgina hætti ég eiginlega við. Svo snerist mér hugur og ég ákvað að kýla á þetta,“ segir Konráð og bætir við að hann hefði ekki getað staðið í þessu einn, að svo mörgu var að huga. „Ég tók til dæmis að mér að hringja í alla gestina, því ekki gat Konni gert það heima hjá sér. Og hvert samtal tók langan tíma því ég þurfti að útskýra hvað við værum að gera og ítreka að Rakel mætti alls ekki frétta af þessu,“ segir Anna Svava sem einnig setti upp mikinn gátlista til að ekkert gleymdist nú á þessum tiltölulega stutta tíma sem var til undirbúnings. „Ég er mjög varkár og hugsa allt þrisvar áður en ég framkvæmi, þannig að þetta er kannski ekki mjög líkt mér, en svo þegar allt var komið af stað varð ekki aftur snúið,“ segir Konráð.Laumulegur undirbúningur Á meðal þess sem Konráð og Anna Svava þurftu að sinna var að bóka sal og veitingar, tónlist, skreytingar, finna föt á alla og þar með talið brúðina, án þess að hún yrði nokkurs vör. „Eftir á að hyggja þá var Konni stressaður á þessum tíma, hann sagði að það væri svo mikið að gera í vinnunni og ég man að mér fannst óvenjulegt að það færi svona illa í hann,“ segir Rakel sem grunaði til dæmis ekki neitt þegar frænka hennar, sem er snyrtifræðingur, hringdi og bauð henni í hand- og fótsnyrtingu. „Hún sagðist endilega vilja bjóða mér og lagði mikla áherslu á að klára þetta fyrir helgina. Ég var svo fín þarna á föstudeginum að ég kvaddi stelpurnar á snyrtistofunni með orðunum að ég liti svo vel út að ég gæti gift mig. Áttaði mig svo á því daginn eftir að þetta var auðvitað hluti af undirbúningnum.“ Það er óhætt að fullyrða að margir myndu ekki vilja missa af undirbúningi brúðkaupsins síns, því að fá að velja föt og gestalista og veitingar. Hvernig fannst Rakel að fá ekki að vera með í ráðum? „Mér fannst það alveg meiriháttar. Þetta var alveg frábær dagur og ógleymanleg veisla, ég hugsa um hann á hverjum degi,“ segir Rakel og brosir út að eyrum. „Hún fékk nú að velja skóna og hvort hún væri í sokkabuxum eða ekki,“ segir Anna Svava og hlær. Konráð segir að hann hafi verið dauðstressaður að mörgu leyti fyrir daginn, en hann þekki Rakel það vel að hann vissi að hún myndi kunna að meta uppátækið. „Vinnufélagar mínir hvöttu mig áfram, svo þegar ég spurði þá hvort þeir gætu hugsað sér að gera hið sama sögðu þeir alltaf nei,“ segir hann og brosir. „En Rakel er þannig týpa að henni er nokkuð sama um skreytingar, og hún var hæstánægð með kjólinn og þetta allt saman.“ Konráð óttaðist ekki beinlínis að Rakel segði nei, en sá möguleiki var þó ræddur af honum og Önnu Svövu. „Þau fóru í helgarferð til Parísar tveimur vikum fyrir brúðkaup og áður en þau lögðu af stað spurði ég Rakel hvort ég héldi að hann ætlaði að biðja hennar og hverju hún myndi svara,“ segir Anna Svava. „Ég var mjög fegin þegar hún sagðist mynda segja já.“ „Það hafði náttúrulega komið til tals hjá okkur að gifta okkur. Við höfum verið svo lengi saman og mér fannst alveg kominn tími á þetta,“ segir Rakel.Spurði einskis En aftur að deginum. Þegar Rakel hafði sagt já skildi leiðir þeirra aftur. Konráð fór með vinum sínum í dekur og afslöppun en Anna Svava fór með Rakel heim til bróður síns, Arnars, þar sem hennar beið dekur og undirbúningur fyrir kvöldið ásamt góðum vinkonum. Rakel fékk hárgreiðslu og förðun og fékk að sjá brúðarkjólinn sem hannaður var af Magndísi A. Waage. Hún vissi ekkert hvernig veisla var í vændum og ákvað að spyrja sem minnst. „Ég vildi bara láta koma mér á óvart, ég hugsaði reyndar með mér að vonandi hefðu þau munað eftir að fá ljósmyndara og að bjóða góðri vinkonu minni sem býr í Kaupmannahöfn.“ Vinkonan í Kaupmannahöfn bankaði skömmu síðar upp á og einnig önnur sem býr í Noregi og uppáhaldsljósmyndari Rakelar, Christopher Lund, myndaði allt þannig að allt gekk upp. Þegar líða tók á daginn var komið að því að halda á veislustað og í ljós kom að förinni var heitið á Hótel Borg. Þar tóku feður Rakelar, Jón uppeldisfaðir og Jóhann sem er blóðfaðir hennar, á móti henni og þegar inn í Gyllta salinn kom biðu yfir 100 gestir. „Ég fékk algjört sjokk, hló og grét. Pabbar mínir leiddu mig inn á milli sætisraða sem hafði verið stillt upp eins og í kirkju. Og við endann á salnum biðu Konni og krakkarnir.“ Við tók stutt athöfn sem Árni Pétur Guðjónsson leikari stýrði, en ekki var um löglega hjónavígslu að ræða því hún krefst þess að báðir aðilar undirriti pappíra með fyrirvara. Rakel og Konráð voru svo gefin saman hjá borgardómara nokkrum vikum síðar. „Það var ekki eitt heldur allt, þau höfðu komið saman hljómsveit sem söng lag með heimasmíðuðum texta. Síðar kom Jónas Sigurðsson með sína sveit og söng Hamingjan er hér. Maturinn var frábær og alls konar skemmtileg skemmtiatriði,“ segir Rakel og brosir út í eitt. „Þetta hefði eiginlega ekki getað gengið betur,“ bætir Konráð við. „Og svo var einstaklega skemmtilegt fyrir mig að ég kynntist kærastanum mínum síðar um kvöldið,“ skýtur Anna Svava inn í. „Þetta var alveg fullkomið, ég hugsa um þennan dag á hverjum degi,“ segir Rakel að lokum. Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég fór út að borða í hádeginu 29. september með vinkonu minni Önnu Svövu Knútsdóttur. Ég hafði reyndar átt að vera í sveitinni hjá pabba en Anna Svava hringdi í mig og sagði að ég yrði að koma með henni út að borða í hádeginu, hún ætti gjafakort sem væri að renna út. Þegar við vorum búnar að borða bað Anna Svava mig um að koma með sér upp í Háskóla Íslands, hún ætti að vera þar með stutt uppistand og vildi hafa mig með til halds og trausts. Við ókum sem leið lá að húsnæði Verkfræði- og raunvísindadeildar, VRII, en þar hittumst við Konni árið 1997. Ég fór að tala um það við Önnu Svövu að þarna hefðum við Konni hist, gekk fyrir hornið og sá hann,“ segir Rakel Jóhannsdóttir. Hún er mætt til fundar við blaðamann Fréttablaðsins sem frétt hafði af heldur óvenjulegum brúðkaupsdegi hennar og Konráðs Hall sem líka er mættur á staðinn ásamt bestu vinkonu Rakelar, áðurnefndri Önnu Svövu.Þriggja vikna undirbúningur Þarna við VRII fór Konráð á hnéð og bað Rakelar sem sagði já. „Ég spurði hana í framhaldinu hvort hún væri þá ekki bara til í að giftast mér strax um kvöldið og hún samþykkti það,“ segir Konráð, en sú hugmynd kom upp þremur vikum fyrr að koma Rakel, barnsmóður sinni, sambýliskonu til margra ára og kærustu síðan 1997, verulega á óvart með því að skipuleggja brúðkaup þann 29. september. „Við Konni vorum eitthvað að spjalla og fengum þessa snilldarhugmynd að koma Rakel á óvart,“ segir Anna Svava sem strax fór á flug og byrjaði að huga að veislusal og ýmsum praktískum atriðum. „Þetta var rétt fyrir helgi og um helgina hætti ég eiginlega við. Svo snerist mér hugur og ég ákvað að kýla á þetta,“ segir Konráð og bætir við að hann hefði ekki getað staðið í þessu einn, að svo mörgu var að huga. „Ég tók til dæmis að mér að hringja í alla gestina, því ekki gat Konni gert það heima hjá sér. Og hvert samtal tók langan tíma því ég þurfti að útskýra hvað við værum að gera og ítreka að Rakel mætti alls ekki frétta af þessu,“ segir Anna Svava sem einnig setti upp mikinn gátlista til að ekkert gleymdist nú á þessum tiltölulega stutta tíma sem var til undirbúnings. „Ég er mjög varkár og hugsa allt þrisvar áður en ég framkvæmi, þannig að þetta er kannski ekki mjög líkt mér, en svo þegar allt var komið af stað varð ekki aftur snúið,“ segir Konráð.Laumulegur undirbúningur Á meðal þess sem Konráð og Anna Svava þurftu að sinna var að bóka sal og veitingar, tónlist, skreytingar, finna föt á alla og þar með talið brúðina, án þess að hún yrði nokkurs vör. „Eftir á að hyggja þá var Konni stressaður á þessum tíma, hann sagði að það væri svo mikið að gera í vinnunni og ég man að mér fannst óvenjulegt að það færi svona illa í hann,“ segir Rakel sem grunaði til dæmis ekki neitt þegar frænka hennar, sem er snyrtifræðingur, hringdi og bauð henni í hand- og fótsnyrtingu. „Hún sagðist endilega vilja bjóða mér og lagði mikla áherslu á að klára þetta fyrir helgina. Ég var svo fín þarna á föstudeginum að ég kvaddi stelpurnar á snyrtistofunni með orðunum að ég liti svo vel út að ég gæti gift mig. Áttaði mig svo á því daginn eftir að þetta var auðvitað hluti af undirbúningnum.“ Það er óhætt að fullyrða að margir myndu ekki vilja missa af undirbúningi brúðkaupsins síns, því að fá að velja föt og gestalista og veitingar. Hvernig fannst Rakel að fá ekki að vera með í ráðum? „Mér fannst það alveg meiriháttar. Þetta var alveg frábær dagur og ógleymanleg veisla, ég hugsa um hann á hverjum degi,“ segir Rakel og brosir út að eyrum. „Hún fékk nú að velja skóna og hvort hún væri í sokkabuxum eða ekki,“ segir Anna Svava og hlær. Konráð segir að hann hafi verið dauðstressaður að mörgu leyti fyrir daginn, en hann þekki Rakel það vel að hann vissi að hún myndi kunna að meta uppátækið. „Vinnufélagar mínir hvöttu mig áfram, svo þegar ég spurði þá hvort þeir gætu hugsað sér að gera hið sama sögðu þeir alltaf nei,“ segir hann og brosir. „En Rakel er þannig týpa að henni er nokkuð sama um skreytingar, og hún var hæstánægð með kjólinn og þetta allt saman.“ Konráð óttaðist ekki beinlínis að Rakel segði nei, en sá möguleiki var þó ræddur af honum og Önnu Svövu. „Þau fóru í helgarferð til Parísar tveimur vikum fyrir brúðkaup og áður en þau lögðu af stað spurði ég Rakel hvort ég héldi að hann ætlaði að biðja hennar og hverju hún myndi svara,“ segir Anna Svava. „Ég var mjög fegin þegar hún sagðist mynda segja já.“ „Það hafði náttúrulega komið til tals hjá okkur að gifta okkur. Við höfum verið svo lengi saman og mér fannst alveg kominn tími á þetta,“ segir Rakel.Spurði einskis En aftur að deginum. Þegar Rakel hafði sagt já skildi leiðir þeirra aftur. Konráð fór með vinum sínum í dekur og afslöppun en Anna Svava fór með Rakel heim til bróður síns, Arnars, þar sem hennar beið dekur og undirbúningur fyrir kvöldið ásamt góðum vinkonum. Rakel fékk hárgreiðslu og förðun og fékk að sjá brúðarkjólinn sem hannaður var af Magndísi A. Waage. Hún vissi ekkert hvernig veisla var í vændum og ákvað að spyrja sem minnst. „Ég vildi bara láta koma mér á óvart, ég hugsaði reyndar með mér að vonandi hefðu þau munað eftir að fá ljósmyndara og að bjóða góðri vinkonu minni sem býr í Kaupmannahöfn.“ Vinkonan í Kaupmannahöfn bankaði skömmu síðar upp á og einnig önnur sem býr í Noregi og uppáhaldsljósmyndari Rakelar, Christopher Lund, myndaði allt þannig að allt gekk upp. Þegar líða tók á daginn var komið að því að halda á veislustað og í ljós kom að förinni var heitið á Hótel Borg. Þar tóku feður Rakelar, Jón uppeldisfaðir og Jóhann sem er blóðfaðir hennar, á móti henni og þegar inn í Gyllta salinn kom biðu yfir 100 gestir. „Ég fékk algjört sjokk, hló og grét. Pabbar mínir leiddu mig inn á milli sætisraða sem hafði verið stillt upp eins og í kirkju. Og við endann á salnum biðu Konni og krakkarnir.“ Við tók stutt athöfn sem Árni Pétur Guðjónsson leikari stýrði, en ekki var um löglega hjónavígslu að ræða því hún krefst þess að báðir aðilar undirriti pappíra með fyrirvara. Rakel og Konráð voru svo gefin saman hjá borgardómara nokkrum vikum síðar. „Það var ekki eitt heldur allt, þau höfðu komið saman hljómsveit sem söng lag með heimasmíðuðum texta. Síðar kom Jónas Sigurðsson með sína sveit og söng Hamingjan er hér. Maturinn var frábær og alls konar skemmtileg skemmtiatriði,“ segir Rakel og brosir út í eitt. „Þetta hefði eiginlega ekki getað gengið betur,“ bætir Konráð við. „Og svo var einstaklega skemmtilegt fyrir mig að ég kynntist kærastanum mínum síðar um kvöldið,“ skýtur Anna Svava inn í. „Þetta var alveg fullkomið, ég hugsa um þennan dag á hverjum degi,“ segir Rakel að lokum.
Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira